Jens Bjarnason hjá Icelandair.
Jens Bjarnason hjá Icelandair.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Jens Bjarnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri framleiðslusviðs Icelandair. Hann hefur undanfarin ár gegnt starfi forstöðumanns flugrekstrar- og tæknimála hjá alþjóðasamtökum flugfélaga, IATA, í Montréal í Kanada.

Hann þekkir þó vel til hjá Icelandair en hann hóf fyrst störf hjá fyrirtækinu í verkfræðideild árið 1984. Hann var um tíma framkvæmdastjóri Loftferðaeftirlits Flugmálastjórnar, en var einnig flugrekstrarstjóri Icelandair í áratug frá 1996 til 2005 og framkvæmdastjóri ITS, tækniþjónustu Icelandair, frá 2005 til 2011.