Talsmenn nokkurra bílaumboða segja sölutölur fyrir fyrstu viku ársins gefa fögur fyrirheit en þá voru 198 ný ökutæki nýskráð samanborið við 119 bíla eftir jafnmarga daga í fyrra en það 66,39% fjölgun milli ára. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins í dag.

Af þessum 198 ökutækjum eru 119 fólksbílar og þar af eru 77 jeppar eða jepplingar. Í frétt Morgunblaðsins segir að flestir jeppanna séu af tegundinni Mitsubishi Pajero, en slíkir bílar kosti frá tæpum tíu milljónum. Flestir þeirra sem kaupa nýja bíla séu 55 ára eða eldri en árið 2010 voru 70% allra nýrra bíla seldir fólki á þessum aldri.