Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi hefur gefið það út a hann myndi smaþykkja notkun lögreglumanna á banvænu afli, eða svokallaðrar shoot-to-kill stefnu ef kæmi til hryðjuverka í Bretlandi, sambærileg árásunum sem gerðar voru í París í vikunni.

Corbyn gaf það út í gær að hann væri andvígur stefnu David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sem heimilaði lögreglumönnum að skjóta til hryðjuverkamanna með þeim tilgangi að drepa, ef hryðjuverkamaðurinn ógnaði lífi annara.

Corbyn var harðlega gagnrýndur af þingmönnum Verkmannaflokksins fyrir afstöðu sína í gær og Cameron sagði í þingræðu að Corbyn ætti að endurskoða afstöðu sína til málsins.

Corbyn segir nú að hann samþykki notkun á hverskonar afli sem nauðsynlegt sé til að bjarga lífi í tilviki árásar sambærilegrar þeirri sem gerðist í París.