Bandaríska lággjaldaflugfélagið JetBlue Airlines hefur komist að samkomulagi um að kaupa Spirit Airlines fyrir 3,8 milljarða dala fyrir 3,8 milljarða dala eða sem nemur 520 milljörðum króna.

Sameinað félag verður fimmta stærsta flugfélag Bandaríkjanna. JetBlue sagði að sameinað markaðshlutdeild flugfélaganna tveggja sé um 9%. JetBlue vonast að með kaupunum geti það keppt við fjögur stærstu flugfélögin; American, United, Delta og Southwest sem eru samtals með 80% markaðshlutdeild.

Óvíst er þó hvort samruninn verði heimilaður af samkeppnisyfirvöldum vestanhafs sem hafa gagnrýnt markaðsráðandi stöðu flugfélaga, að því er kemur fram í frétt Financial Times.

Hlutabréf Spirit hafa hækkað um 2,5% í dag en gengi JetBlue hefur fallið um 3,2%.