Jim Skinner, forstjóri McDonald's er forstjóri ársins að mati Marketwatch. McDonald's rekur yfir 300.000 veitingastaði í yfir 100 löndum og árið í ár hefur verið eitt það besta hingað til fyrir fyrirtækið. Þrátt fyrir að verð á hrávörum líkt og osti, mjólk og kjöti hefur hækkað hefur McDonald's samt sem áður hagnast á árinu. Salan hefur aukist um 6,4% frá því í fyrra.

Í október hækkaði fyrirtæki arðgreiðslur sínar um 50% eða í 1,5 bandaríkjadal á hlut sem greiddur var út þann þriðja þessa mánaðar.

Skinner hefur unnið fyrir McDonalds nánast öll sín fullorðinsár eða í 36 ár. ,,Hann byrjaði sem rekstrarstjóri og hefur unnið í nánast öllu innan keðjunnar. Þannig að hann þekkir allar hliðar fyrirtækisins;" er haft eftir Andy McKenna, stjórnarformanni McDonald's.

Alls komu fimm forstjórar til greina í lokavali Marketwatch á forstjóra ársins. Þau Michael Ahearn hjá First Solar, Indra Nooyi hjá Pepsí (sem jafnframt var eina konan), Terry Lanni hjá MGM Mirage og loks Jeff Bozes hjá Amazon.com