Forseti Kína, Xi Jinping, benti nýlega á að þrátt fyrir talsverða stöðnun í mörgum af hagkerfum heimsins, þá stæðu BRIKS ríkin svokölluðu, nokkuð vel í samanburði, þrátt fyrir að efnahagsvöxtur hjá þeim ríkjum sé ekki eins mikill og áður hefur verið. Þetta kemur fram í frétt BBC .

BRIKS ríkin eru: Brasilía, Rússland, Indland, Kína og S-Afríka. Þar býr um helmingur íbúa heimsins. Verg landsframleiðsla þessara ríkja er um 25% af framleiðslu í heiminum öllum.

Jinping, benti einnig á það að þrátt fyrir stöðnun í alþjóðahagkerfinu, þá væru efnahagshorfur BRIKS ríkjanna en nokkuð hagstæðar til lengri tíma.