Lyfjafyrirtækið Johnsson & Johnsson ætlar að hætta sölu á barnapúðri sem inniheldur talkúm árið 2023. Árið 2020 hætti fyrirtækið að selja púðrið í Bandaríkjunum og Kanada. En nú verður varan tekin úr sölu um heim allan. Í staðinn verður boðið upp á barnapúður sem unnið er úr maíssterkju.

Lyfjafyrirtækið hefur margoft þurft að svara ásökunum um skaðleg áhrif barnapúðursins vegna innihaldsefnisins talkúm, sem er talið vera krabbameinsvaldandi. J&J hefur margoft þurft að svara fyrir þessar ásakanir í dómsal, en stefnendur fyrirtækisins hafa hingað til ekki haft erindi sem erfiði.