Breska íþróttavöruverslunin JJB Sports, sem áður var að hluta til í eigu Exista, hefur farið fram á að tvenn dótturfélög keðjunnar verði setta í greiðslustöðvun í Bretlandi en félagið hefur átt við rekstrarerfiðleika að stríða undanfarna mánuði.

JJB fer fram á að endurskoðunarskrifstofan KPMG verði sett yfir rekstur félaganna (í Bretlandi eru taka endurskoðunarfélög yfir rekstur félaga þegar þau fara í greiðslustöðvun).

Um er að ræða skóverslanirnar Original Shoe Company sem rekur 64 verslanir og Qubefootwear sem rekur 13 verslanir en hjá félögunum tveimur starfa  um 800 manns.

JJB Sports hafði áður samið við skuldunauta sínu um kyrrstöðu lána er á meðal kröfuhafa var Skilanefnd Kaupþings (Kaupþing hafði yfirtekið 29% hlut Existu vegna veðkalls) og bresku bankarnir Barclays og HBOS.

Samkvæmt frétt breska blaðsins The Independent mun JJB Sports hins vegar ekki getað uppfyllt skuldbindingar sínar gagnvart kröfuhöfum og segir blaðið að á næstu dögum muni keðjan sjálf fara fram á greiðslustöðvun.