*

föstudagur, 28. janúar 2022
Erlent 30. apríl 2019 18:01

JLR flytur hluta framleiðslu til Slóvakíu

Bílaframleiðandinn Jaguar Land Rover mun smíða næstu kynslóð Land Rover Defender jeppans í Slóvakíu.

Ritstjórn
Þessi gamla gerð af Land Rover Defender var framleidd á Bretlandseyjum.

Bílaframleiðandinn Jaguar Land Rover mun smíða næstu kynslóð Land Rover Defender jeppans í Slóvakíu. Aðrar kynslóðir Defender jeppanna voru smíðaðar í verksmiðju bílaframleiðandans í bænum Solihull, sem er staðsettur í útjaðri Birmingham borgar, allt til ársins 2016. BBC greinir frá.

Bílaframleiðandinn hefur gefið það út að nýja gerð Defender jeppanna hafi verið hönnuð í Bretlandi og vélar bifreiðanna verði framleiddar í borginni Wolverhampton á Englandi. 

Þá hyggst bílaframleiðandinn ráðast í töluverðar fjárfestingar til að styðja við framleiðslu næstu kynslóðar Range Rover og Land Rover bifreiða. 

Stikkorð: Land Rover Jaguar