Steve Jobs hefur sagt upp upp störfum  sem forstjóri tölvuframleiðandans Apple samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Engin ástæða er gefin upp fyrir brotthvarfi Jobs úr forstjórastólnum en hann tekur við sem stjórnarformaður fyrirtækisins.

Hlutabréf Apple hafa lækkað um 5% í framvirkum viðskiptum í New York frá því tilkynningin var send út.

Samkvæmt tilkynningunni mun Tim Cook sölustjóri fyrirtækisins taka við forstjórastöðunni. Jobs sagði upp störfum í dag og mælti með því að Cook tæki við af sér.

Steve Jobs sneri aftur til Apple árið 1997 þegar tölvuframleiðandinn átti í miklum fjárhagserfiðleikum og stefndi í gjaldþrot.

Jobs hefur tekist að gera Apple að stórveldi á sviði tölvu og tæknimála. Fyrirtækið á í harðri keppni við Exxon olíurisann um titilinn verðmætasta fyrirtæki heims, að markaðsvirði.

Apple búðin við fimmta breiðstræti í New York.
Apple búðin við fimmta breiðstræti í New York.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)