Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, er kominn til Kína í opinbera heimsókn. Vaxandi spenna vegna einhliða stækkunnar lofthelgi Kínverja setur svip sinn á heimsóknina.

Kínverjar lýstu á dögunum einhliða yfir umráðum yfir lofthelgi á eyjum í Asíuhafi sem hafa hingað til heyrt undir Japan. Biden var nýlega í Peking í Japan og lýsti þar yfir stuðningi Bandaríkjanna við Japan.

Biden mun hitta forseta Kína og forsætisráðherra auk varaforsetans. Biden hefur sagt opinberlega að hann muni ræða lofthelgisdeiluna þegar hann hittir leiðtoga Kínverja.

Meira má lesa um málið á vef BBC.