Á morgun, miðvikudaginn 25. júní, fer fram Stjörnugolf Nova í fimmta sinn, á Urriðavelli í Garðabæ.

Fyrirtæki kaupa sig inn í mótið og láta þannig gott af sér leiða, segir í tilkynningu mótshaldara.

Tuttugu þjóðþekktir Íslendingar taka þátt, þ.á.m. Eiður Smári Guðjohnsen, Sveppi, Kristín Pétursdóttir, Laddi, Helga Möller, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Svava Johansen.

Mótið hefst klukkan 10 og spilaðar verða 18 holur. Glæsilegar vinningar í boði Icelandair og Nova.

„Hér á landi greinast um 70 börn á ári með hjartagalla og þarf tæplega helmingur þeirra að gangast undir aðgerð af einhverju tagi. Mörg barnanna þurfa að gangast ítrekað undir aðgerðir erlendis. Útgjöld fyrir eina aðgerð geta numið hundruð þúsunda króna og því eru framlög úr styrktasjóði Neistans mikilvæg lífæð fyrir fjölskyldur hjartveikra barna,“ segir í tilkynningunni.

Nova er bakhjarl Stjörnugolfs Nova og rennur ágóði Stjörnugolfs Nova og Golf til góðs til ólíkra málefni á ári hverju.

Spilað verður golf til góðs á fimm golfvöllum á Reykjavíkursvæðinu: GR Korpúlfsstöðum og Grafarholti, GKG, Keili og Kili.

Fulltrúar Neistans verða á hverjum stað og taka á móti frjálsum framlögum og selja golfboli í þágu Neistans. Einnig er hægt að nálgast bolina á skrifstofu og heimasíðu Neistans.

Landsmenn geta einnig tekið þátt í söfnuninni með því að hringja í síma 908-1000 til að gefa 1.000 krónur eða fara á heimasíðu Neistans, www.neistinn.is .