Eins og hér var um getið í liðinni vikur hafa prentmiðlar töluvert látið undan síga í lestri á undanförnum árum. Sú er raunin hér á landi sem í velflestum löndum öðrum.

Það er hins vegar fróðlegt að skoða hlutfallslegan lestur dagblaðanna tveggja á undanförnum árum, þó blöðin séu ólík að eðli, Morgunblaðið áskriftarblað en Fréttablaðið fríblað.

Þá kemur nefnilega í ljós að innbyrðis hefur hlutfallslegur lestur blaðanna lítið breyst, þó talsvert færri lesi þau nú en þá. Morgunblaðið gaf talsvert eftir um 2010 en hefur jafnt og þétt unnið á síðan og nær nú tæpum 40% lesenda á móts við 60% Fréttablaðsins.