Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins er í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu. Hún telur að jöfnuður sé orðinn of mikill á Íslandi.

Jöfnuður á Íslandi hefur aukist og við skorum nú einna hæst meðal OECD þjóða fyrir jöfnuð. Heldurðu að jöfnuður sé orðinn of mikill?

„Ég held það. Það er ekki endilega gott að við séum að skora hæst í jöfnuði meðal þjóða. Hagstofan birti sláandi tölur um daginn þar sem kom fram að á Íslandi er einna minnsti munur á ráðstöfunartekjum eftir menntun samanborið við önnur Evrópuríki. Mikilvægt er að við séum samkeppnishæf um menntað fólk og að þeir sem fara í nám erlendis hafi hvata til að koma heim aftur að námi loknu. Þá er ekki síður mikilvægt að viðhalda menntunarstigi þjóðarinnar, við viljum að unga fólkið feti menntaveginn og slíkur hvati þarf því að vera til staðar.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .