Hagstofa ESB, Eurostat, segir að ekkert Evrópuríki búi við jafn mikinn tekjujöfnuð og Ísland. Gögn Eurostat eru frá árinu 2014. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu .

Þjóðfélagslegur jöfnuður er gjarnan mældur með hinum svokallaða Gini-stuðli sem dreifist þannig að 0 er fullkominn jöfnuður og 100 er fullkominn ójöfnuður. samkvæmt gaganúrvinnslu Eurostat er Ísland þá með stuðulinn 22,7 sem var þá 24,0 árið áður.

Næst mestur jöfnuður mældist í Noregi sem er með Gini-stuðulinn 23,5. Jöfnuður m.v. Gini-stuðul hefur þá aldrei verið hærri á Íslandi ef marka má mælingar hagstofunnar evrópsku.

Hlutfall Íslendinga sem eru með lægri ráðstöfunartekjur en 60% af miðgildi ráðstöfunartekna er þá 7,2% hér á landi meðan meðalhlutfallið í Evrópusambandinu er 16,3%.