Breið samstaða er um framtíðarfyrirkomulag lífeyrissjóðakerfisins. Fyrirhuguðum breytingum til að jafna eftirlaunaaldur og -kjör opinberra og almennra launþega verður ekki komið á nema á kostnað launabreytinga. Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í samtali við Morgunblaðið í dag.

„Það má ekki gleyma því að allt er þetta partur af okkar kjörum. Ef við viljum halda allt að því óbreyttum lífeyrisréttindum, þá verður minna eftir til annarra launabreytinga, eins og t.d. launahækkana," segir Gylfi við Morgunblaðið. „Þetta verður því varla gert öðruvísi en það komi niður á launabreytingum."