Fjármálaráðuneytið ætlar mikinn viðsnúning í viðskiptajöfnuði og hann muni styðja við endurreisn gjaldeyrismarkaðins á næstu árum.

Viðskiptahallinn nam rúmum 22 prósentum af landsframleiðslu árið 2008 en snýst í afgang á þessu ári sem nemur 6,1 prósenti af landsframleiðslu samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar.

Árið 2010 er reiknað með að hann verði áfram jákvæður eða um 5,7 prósent.

Fjármálaráðuneytið birtir í dag endurskoðaða þjóðhagsspá fyrir árin 2008 til 2010 í skýrslunni Þjóðarbúskapurinn - vetrarskýrsla 2009.

Fjallað er um framvindu og horfur helstu þátta efnahagsmála 2008-2010 á grundvelli endurskoðaðrar þjóðhagsspár fjármálaráðuneytisins. Þá eru breytingar frá haustspá ráðuneytisins útskýrðar.  Mun meiri óvissa ríkir en áður um flesta þá þætti sem þjóðhagsspáin fjallar um.