Stjórnir Johan Rönning hf., Sindra hf. og Hebron ehf. hafa ákveðið að sameina félögin undir einni kennitölu. Fyrr á árinu var Raftækjaverslun Íslands hf. sameinuð Johan Rönning hf. Í tilkynningu kemur fram að fyrirtækin munu verða rekin sem sjálfstæðar þjónustueiningar og bera áfram sömu nöfn.

Sameiningin mun því ekki breyta neinu í þjónustu þeirra við viðskiptavini félaganna. Móðurfélag og heiti samstæðunnar verður Johan Rönning hf.

Forstjóri Johan Rönning hf. samstæðunnar verður Haraldur Líndal Pétursson. ?Það býr mikill kraftur og metnaður í okkar öfluga starfsmannahópi. Velta samstæðunnar í núverandi eingarhaldi stefnir í yfir fimm milljarða á þessu ári úr um rúmum milljarði króna árið 2004. Á sama tíma hefur rekstrarhagnaður aukist hlutfallslega umtalsvert meira. Styrkur okkar eykst við það skref sem nú er tekið og við erum hvergi nærri hætt,? segir Haraldur í tilkynningu.

Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir eigendur félaganna taka undir með Haraldi. ?Í sameiningunni felast einnig miklir hagræðingarmöguleikar. Sölu- og þjónustustarfsemi félaganna verður einnig einbeittari og skarpari og stoðstarfsemin hagkvæmari og markvissari.?

Höfuðstöðvar sameinaðs félags verða að Klettagörðum 12 í Reykjavík, en þangað flytur Johan Rönning starfsemi sína úr Sundaborg 11-15 í nóvember næstkomandi. Samtals rekur sameinað félag 13 starfsstöðvar út um allt land og starfsmenn eru um 110.