*

mánudagur, 22. júlí 2019
Innlent 3. júní 2018 13:01

Jóhann býst við fækkun ferðamanna

Forstóri FoodCo býst við að krónan gefi eftir á þessu ári og ferðamenn verði færri en í fyrra.

Snorri Páll Gunnarsson
Haraldur Guðjónsson

Opinberar spár fjármálagreinenda gera ráð fyrir rúmlega 2,5% hagvexti næstu tvö árin og mikilli einkaneyslu vegna hækkandi launa og skattbreytinga. Jafnframt er gert ráð fyrir áframhaldandi en minnkandi fjölgun ferðamanna. Jóhann Þórarinsson forstjóri Foodco segir horfurnar í veitingageiranum á Íslandi góðar en að samsetning eftirspurnarinnar sé að breytast.

„Við metum það svo að erlendum ferðamönnum hér á landi muni fækka í ár og að krónan sé að fara að gefa eftir,“ segir Jóhann, en raungengi krónunnar miðað við hlutfallslegt verðlag hefur sjaldan verið hærra.

„Okkar rekstraráform ganga út frá því. Á sama tíma sjáum við fyrir okkur að sú neysla Íslendinga sem hefur færst til útlanda á undanförnum árum muni að einhverju leyti færast aftur inn í íslenskt hagkerfi.“ Stjórnendur FoodCo gera ráð fyrir svipaðri afkomu í ár og á síðasta ári en fyrirtækið hagnaðist um 105 milljónir króna árið 2017.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.