Nú hefur Jóhann Halldórsson, einn þeirra tíu sem buðu sig fram nýlega til stjórnar VÍS, dregið framboð sitt til baka. Framhaldsaðalfundur félagsins fer fram klukkan 17:00 í dag.

Þá eru níu manns í framboði til stjórnarinnar. Viðskiptablaðið fjallaði um málefni aðalfundarins og viðskipti með bréf VÍS í síðustu viku, en lesa má fréttir blaðsins hér og hér .

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um var ekki kosið til stjórnar á síðasta aðalfundi félagsins vegna þess að frambjóðendur stóðust ekki lög um kynjahlutfall stjórnarmeðlima.