Þrír nýir framkvæmdastjórar hafa tekið sæti í framkvæmdastjórn Alcoa Fjarðaáls. Magnús Þór Ásmundsson er nýr framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar, Guðný Björg Hauksdóttir framkvæmdastjóri öryggis- og heilsu og Jóhann F. Helgason framkvæmdastjóri áreiðanleika.  Af tólf framkvæmdastjórum fyrirtækisins eru nú fjórar konur, en voru áður þrjár.

Jóhann F. Helgason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri áreiðanleika hjá Fjarðaáli. Jóhann er vélfræðingur og tæknifræðingur frá Ingeniørhøjskolen í Arhus í Danmörku og hóf störf hjá fyrirtækinu í  ágúst 2006 sem viðhaldssérfræðingur í áreiðanleikateymi.    Jóhann kom til Fjarðaáls frá Labyrinth Business Solution í Boston þar sem hann starfaði við forritun og innleiðingu viðskiptahugbúnaðarins Microsoft Business Solution Navision.