Jóhann Gunnar Sævarsson hefur verið ráðinn öryggisstjóri Samherja og hefur nú þegar tekið til starfa. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vefsíðu Samherja .

„Jóhann hefur síðustu ár verið rekstrarstjóri Reykfisks á Húsavík.  Í starfi sínu hjá Reykfisk hefur Jóhann sýnt öryggis- og vinnuverndarmálum mikinn áhuga og fékk Reykfiskur m.a. viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í vinnuverndarmálum frá Vinnueftirlitinu árið 2012. Jóhann mun fyrst um sinn áfram gegna starfi rekstarstjóra Reyksfisk samhliða starfi sínu sem öryggisstjóri,“ segir meðal annars í tilkynningunni.