*

mánudagur, 27. september 2021
Fólk 16. ágúst 2019 17:34

Jóhann Gunnar ráðinn til Isavia

Nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia, Jóhann Gunnar Jóhannson, tekur við gamla starfi nýráðins forstjóra.

Ritstjórn
Jóhann Gunnar Jóhannsson, nýráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia, var áður framkvæmdastjóri fjármála- og mannauðssviðs Ölgerðarinnar.
Aðsend mynd

Jóhann Gunnar Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia. Hann tekur við starfinu af Sveinbirni Indriðasyni sem var ráðinn forstjóri Isavia fyrr í sumar. Jóhann Gunnar mun hefja störf hjá Isavia í september og taka þá jafnframt sæti í framkvæmdastjórn félagsins.

Jóhann Gunnar starfaði áður sem framkvæmdastjóri fjármála- og mannauðssviðs hjá Ölgerðinni og tengdum félögum. Þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs og aðstoðarforstjóri Icelandic Group.  Fyrir þann tíma starfaði hann meðal annars hjá Bakkavör og Íslenskri erfðagreiningu sem forstöðumaður á fjármálasviði.

Jóhann Gunnar er löggiltur endurskoðandi og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.