Jóhann Gunnar Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Securitas. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Jóhann starfaði áður sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Isavia, þar áður sem framkvæmdarstjóri fjármála- og mannauðssviðs hjá Ölgerðinni, og einnig sem aðstoðarforstjóri Icelandic Group. Jóhann er löggiltur endurskoðandi og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands.

„Það er ánægulegt að fá Jóhann til liðs við okkur. Reynsla hans og þekking munu hjálpa okkur að efla starfsemina og takast á við þau spennandi verkefni sem framundan eru,“ er haft eftir Ómari Svavarssyni, forstjóra Securitas, í tilkynningunni.

„Það verður spennandi að taka þátt í áframhaldandi vegferð Securitas sem leiðandi öryggisfyrirtæki á íslandi,“ segir Jóhann sjálfur.