Jóhann Friðberg Helgason hefur verið ráðinn til Landvirkjunar sem stöðvarstjóri Mývatnssvæðis.

Hann tekur við starfinu af Steini Ágústi Steinssyni, sem hefur gegnt því frá 2009, en Steinn Ágúst hefur hafið störf sem sérfræðingur á eignastýringardeild Orkusviðs fyrirtækisins.

Jóhann Friðberg starfaði frá 2017 sem framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá PCC Bakki Silicon hf. Þar áður starfaði hann hjá Alcoa Fjarðaál í 10 ár, fyrst sem áreiðanleikasérfræðingur, síðar framkvæmdastjóri áreiðanleika og svo sem framkvæmdastjóri fjárfestinga.

Jóhann er vélfræðingur og með BSc í rafeindatæknifræði með sérsvið innan stýringa og sjálfvirkni.