Jóhann Guðmundsson hefur hafið störf sem sérfræðingur í eignastýringu hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna.

Hann hefur undanfarin tvö ár starfað við markaðsviðskipti hjá H.F. Verðbréfum auk þess sem hann hefur stundað dæmatímakennslu í Háskólanum í Reykjavík.

Þar áður starfaði Jóhann hjá Saxo Bank og Euroinvestor í Danmörku.

Hann er með meistaragráðu í hagnýtri hagfræði og fjármálum frá Copenhagen Business School.