Jóhann Óskar Borgþórsson flugstjóri hefur tekið við sem yfirflugstjóri hjá PLAY. Jóhann er með rúmlega 18 ára reynslu úr fluggeiranum en hann hefur starfað hjá Air Atlanta, Icelandair, WOW Air og Royal Brunei Airlines áður en hóf störf hjá PLAY.

„Mér finnst dálítið eins og ég sé bara loksins kominn aftur heim eftir að hafa aflað mér frekari þekkingar og reynslu í hinum stóra heimi sem við opnum leiðir til fyrir okkar viðskiptavini,“ er haft eftir Jóhanni í fréttatilkynningu. „Framundan eru skemmtilegar áskoranir í uppbyggingu PLAY á nýjum mörkuðum.“

Finnbogi Karl Bjarnason, flugrekstrarstjóri Play, segir frábært að fá Jóhann í stjórnendateymi flugdeildar Play. Hann bendir á að Jóhann hafi látið sig varða réttinda flugmanna en hann sat áður í stjórn FÍA.

„Til gamans má einnig geta að Jóhann stofnaði Brettafélag Hafnafjarðar fyrir um áratug þar sem mikil áhersla er lögð á barna og unglingastarf og leikgleðin er honum því í blóð borin, sem er mikilvægt fyrir okkur öll hjá PLAY. Það er því óhætt að fullyrða að Jóhann er mikill fengur fyrir flugdeild PLAY og ég hlakka til að starfa nánar með honum að uppbyggingu félagsins á komandi árum,“ segir Finnbogi