Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sagði á fundi með sveitastjórnarmönnum í gær að ný ríkisstjórn myndi taka við eftir 10-15 ár.

Frá þessu er greint á vef Austurgluggans en þessi orð lét Jóhanna falla í inngangsorðum sínum á fundi með sveitastjórnarmönnum á Austurlandi í gær. Sem kunnugt er fundaði ríkisstjórnin á Egilsstöðum í gærmorgun.

„Ég vona að þetta verði næstu ríkisstjórn fordæmi sem tekur við eftir 10-15 ár,“ hefur Austurglugginn eftir Jóhönnu en þarna vísaði hún til þess að þetta er í fyrsta sinn sem ríkisstjórnarfundur er haldinn á Egilsstöðum.

Sjá nánar á vef Austurgluggans.