Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, upplýsti á Alþingi í dag að meðal þess sem rætt er um í viðræðum við aðila vinnumarkaðins eru 80 milljarða króna framkvæmdir tengdar orkuöflun í Þingeyjarsýslu.Þá fari aðrir 50 milljarðar í uppbyggingu og atvinnustarfsemi.

Þetta kom fram í svari Jóhönnu við spurningu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Jóhanna tók fram að ákvörðun um orkuöflun verði tekin út frá viðskiptalegum forsendum og út frá umhverfissjónarmiðuð. Þar skipti rammaáætlun miklu máli.

Bjarni vildi fá svör við því hvaða framkvæmdir og aðgerðir eru ræddar í samningsviðræðum við aðila vinnumarkaðarins.