Loksins mannar stjórnarandstaðan sig upp í að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina, sagði Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi í dag. „Þetta er gott hjá stjórnarandstöðunni því hún er með þessu að leggja sitt af mörkum til að þjappa ríkisstjórnina saman,“ sagði Jóhanna. Hún lagði til að tillagan verði tekin fyrir sem fyrst, mikilvægt sé að fá niðurstöðu, og lauk máli sínu á að þakka Bjarna Benediktssyni aftur fyrir að leggja fram tillöguna.

Hún sagði að formaður Sjálfstæðisflokksins líti ekki í eigin barm þegar hann leggi fram vantrauststillögu. Jóhanna vísaði í andstöðu meirihluta Sjálfstæðismanna við samþykki Icesave-samninganna sem Bjarni samþykkti þá á Alþingi.

Bjarni Benediktsson lagði fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina í dag og lesa má hér . Lagt er til að hún verði tekin fyrir í dag.