Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hélt í gær til London þar  sem hún hyggst sækja fund með forsætisráðherrum Norðurlandanna,  Eystrasaltsríkja og Bretlands. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands,  bauð til fundarins sem lýkur í dag.

Markmið fundarins er að  deila þekkingu og reynslu af verkefnum, bæði innan hins opinbera og  einkageirans, einkum er varðar grænan hagvöxt, velferð og fjölskyldumál,  og nýsköpun. Í undirbúningsferli  fyrir fundinn  var sérstök áhersla  lögð á það að leiða saman  sérfræðinga til að kanna  samstarfsmöguleika og  viðskiptatækifæri á fyrrnefndum  sviðum.

Hvert  þátttökuland  kom til  fundarins með fimm  kynningar í farteskinu. Með Jóhönnu fóru Vilborg Einarsdóttir f.h.  Mentors, Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Markorku, Soffía Gísladóttir  f.h. Vinnumálastofnunar Norður- og Austurlandi, Margrét Pála Ólafsdóttir,  forsprakki Hjallastefnunnar, og Helga Valfells, Nýsköpunarsjóði.