Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi forsætisráðherra, stígur dans í árshátíðarmyndabandi forsætisráðuneytisins.

Netmiðillinn Eyjan birtir myndbandið og segir upphafsatriði þess sótt í dönsku sjónvarpsþættina Höllina (d. Borgen). Starfsfólk ráðuneytisins leikur í myndbandinu og sýna bæði viðbrögð við því þegar sprengja springur fyrir utan ráðuneytið og það hvaða augum starfsfólkið lítur sameiningu ráðuneyta.

Undir lok myndbandsins dansar Jóhanna í smástund undir útgáfu af Abba-laginu Thank you for the music . Í dag er síðasti starfsdagur Jóhönnu sem forsætisráðherra en hún sat sinn síðasta ríkisstjórnarfund á Bessastöðum fyrir hádegi í dag.