Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætlar að láta af embætti og formennsku í Samfylkingunni þegar kjörtímabili hennar lýkur í vor. Þetta kemur fram í tölvuskeyti sem hún sendi flokkssystkinum sínum.

Vísir hefur upp úr tölvuskeytinu að Jóhanna telji tímabært að aðrir taki við keflinu sem henni var falið í kjölfar hrunsins. Að loknu kjörtímabilinu ætli hún að látta af þátttöku í stjórnmálum.

Jóhanna verður sjötug 4. október næstkomandi. Hún tók við forsætisráðherraembættinu vorið 2009.