„Formenn ríkisstjórnarflokkanna lýsa bæði undrun sinni og vonbrigðum með þær rakalausu fullyrðingar sem settar hafa verið fram í auglýsingu ASÍ um meintar vanefndir ríkisstjórnar á yfirlýsingu sem gefin var út samhliða kjarasamningum í maí 2011. Ekkert þeirra 8 efnisatriða sem þar eru tíunduð sem vanefndir ríkisstjórnarinnar á við rök að styðjast eins og ítarlega verður rakið hér.“

Þetta segir í yfirlýsingu frá þeim Steingrími J. Sigfússyni og Jóhönnu Sigurðardóttur, formönnum stjórnarflokkanna, sem birt hefur verið á vef stjórnarráðsins.

„Ósannar og ósæmilegar ásakanir eins og þær sem fram koma í auglýsingu ASÍ í dag eru ekki heppilegt innlegg í það mikilvæga starf,“ segir enn í tilkynningunni og tekur svo við langur kafli svara þar sem Jóhanna og Steingrímur andmæla „orðréttum fullyrðingum ASÍ“.

Hér má sjá auglýsinguna sem ASÍ birti í dag en svör þeirra Jóhönnu og Steingríms má lesa í heild sinni hér.

Auglýsing ASÍ
Auglýsing ASÍ