Johanna Quandt lést á mánudag, 89 ára að aldri. Quandt átti um 16,7% í þýska bílaframleiðandanum BMW, en ásamt börnum hennar tveimur réði hún yfir 46,8% hlut.

Quandt giftist Herbert Quandt árið 1960, en sama ár jók Herbert verulega hlut sinn í Bæversku mótorverksmiðjunum, BMW. Þau eignuðust börnin Stefan Quandt og Susanna Klatten.

Herbert aðstoðaði stjórnendur BMW við endurbyggingu á félaginu, en bílaframleiðandinn var mjög veikburða fjárhagslega eftir Seinna stríð. Meðan stríðið stóð yfir framleiddi BMW aðallega flugvélamótora fyrir þýska flugherinn. Herbert tók hannaði endurskipulagningu BMW sem kom í veg fyrir að einn helsti keppinauturinn, Daimler-Benz (nú Daimler), tæki félagið yfir.

Herbert lést árið 1982 og þá tók Johanna sæti hans í stjórn BMW og gengdi hún stöðu varaformanns frá 1986-1997.

Johanna var í áttunda sæti yfir efnuðustu Þjóðverjanna og önnur efnaðasta kona Þýskalands. Bandaríska viðskiptatímirið Forbes metur eignirnar á 12 milljarða dala, um 1.560 milljarða króna.

Hlutur hennar í BMW gengur til barna hennar. Stefan á  25,75% hlut í BMW eftir viðtöku arfsins, og Susanna 20,95%.