Jóhanna Másdóttir hefur verið ráðin sem innkaupastjóri ORF Líftækni en hún hefur starfað í sömu stöðu og sem innkaupafulltrúi hjá Innes og Distica. Einnig hefur hún starfað sem þjónustustjóri hjá Medis sem og við fjármáladeild Atlantsskipa og í tolladeild Eimskipa. Jóhanna er með BA gráðu í sálfræði með viðskiptafræði sem aukagrein.

ORF Líftækni hefur þróað nýstárlega aðferð til að framleiða verðmæt, sérvirk prótein sem notuð eru í húðvörurnar BIOEFFECT og til líf- og læknisfræðirannsókna víða um heim. Eru fræ byggplöntunnar notuð sem smiðja fyrir þessi prótein en hjá fyrirtækinu og dótturfyrirtæki þess starfa nú 40 manns.