Jóhanna Hlín Auðunsdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns Loftlags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Jóhanna er sjálfbærniverkfræðingur með meistaragráðu frá Heriot-Watt í Edinborg, en áður lauk hún grunnnámi í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Jóhanna, sem er 27 ára, hóf störf hjá Landsvirkjun árið 2015. Í tilkynningunni segir að verkefni hennar innan fyrirtækisins hafi verið fjölbreytt, en hún hafi unnið í teymi umhverfisstjórnunar síðan 2016.