Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar skipa toppsætin á lista yfir vinsælustu viðmælendur ljósvakamiðlana í síðustu viku. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er aðra vikuna í röð vinsælasti viðmælandinn. Steingrímur J. Sigfússon nær öðru sætinu af Ögmundi Jónassyni sem er í þriðja sæti yfir þá sem oftast var talað við samkvæmt fjölmiðlavakt Credit Info.

Viðmælendurnir í fjórða til níunda sæti detta allir nýir inn á vinsældarlistann. Gylfi Arnbjörnsson er í fjórða sæti eftir að ASÍ hélt ársfund sinn. Smábátasjómenn voru í umræðunni sem skýrir að framkvæmdastjóri samtaka þeirra, Örn Pálsson, er í fimmta sæti. Björn Zoega er í sjötta sæti á undan Evu Joly, Jóni Gnarr, Marinó G. Njálssyni og Guðbjarti Hannessyni, sem fellur úr fjórða sætinu í það tíunda.

Viðmælendalisti vikunnar er óvenjulaus við stjórnmálamenn miðað við síðustu vikur. Viðskiptablaðið birtir vikulega lista yfir þá viðmælendur sem ljósvakamiðlarnir tala oftast við vikuna á undan.