Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sagði í ræðu sinni á Alþingi, rétt í þessu, að hún hefði þegar falið Íbúðalánasjóði að skoða  hvort hægt væri að rýmka þær heimildir sem sjóðurinn hefði yfir að ráða vegna fólks sem ætti í greiðsluerfiðleikum.

Hún sagði enn fremur að nú hlyti að koma til greina að Íbúðalánasjóður verði það skjól sem lántakendur þyrftu á að halda. Þá sagði hún að sjóðurinn hefði nú sannað gildi sitt sem um munaði.