Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir stjórnarskrármálið skemur komið en hún hefði kosið. Frumvarp um nýja stjórnarskrá er enn til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og öðrum nefndum þingsins. Jóhanna sagði í samtali við fréttastofu RÚV í hádeginu að álit hafi borið frá umsagnaraðilum.  Jóhanna telur þó ekkert að vanbúnaði að ljúka málinu fyrir þingkosningar í apríl og hafi verið rætt við stjórnarandstöðuna um málið. Vilji þarf að vera fyrir hendi til að ljúka því, að sögn Jóhönnu. Málið var rætt á Alþingi í dag.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði hins vegar óraunhæft að ljúka málinu fyrir kosningar. Hann benti m.a. á að stjórnskipunar- og eftirlitsnefndin ætli að nýta einn til tvo daga til að fara yfir álit um frumvarpið áður en það verði aftur lagt fyrir þingmenn. Ekki er hægt að sætta sig við verkstjórnina, að sögn Bjarna.