Síðasta ár var ár hinna glötuðu tækifæra og hagvöxtur hefur tafist. Harðnað hefur á dalinn hjá heimilum umfram það sem þarf.

Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í dag. Hún sagði að úr þessu muni ekki leysast fyrr en Icesave-deilan er útkljáð. Jóhanna sagði að þá fyrst sé hægt að afnema gjaldeyrishöft á eðlilegum hraða, þá geti sveitarfélög og orkufyrirtæki sótt sér fjármagn til framkvæmda og sama gildi um ríkissjóð.

Þá sagði Jóhanna að þjóðaratkvæðagreiðslan á laugardag snúist ekki um ríkisstjórnina, ESB, EES, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða rétta eða ranga laganiðurstöðu. „Atkvæðagreiðslan snýst um lífskjör og hversu hratt við viljum vinna okkur út úr vandanum,“ sagði hún. Með jákvæðri niðurstöðu muni kjarasamningar öðlast traustan grundvöll. Þá ættu hagspár um jákvæðan hagvöxt að geta gengið eftir, sagði Jóhanna.