„Enn sem komið er er Samfylkingin eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur talað skýrt í þessum efnum og talað fyrir Evrópusambandsaðild og upptöku evru,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar fyrir skömmu. Fjallað er um flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar og ræðu Jóhönnu á Mbl.is

Jóhanna sagði að róðurinn myndi léttast með afnámi gjaldeyrishafta en í ræðu sinni fjallaði hún mikið um gjaldeyrismál og lagði áherslu á að íslenska krónan væri stærsta ógnin við stöðugleika hér á landi.

„Kæru félagar, aðild Íslands að ESB og upptaka evru skiptir miklu um framtíð Íslands og þjóðar,“ sagði Jóhanna og bætti við að slík aðild hefði sérstaklega góð áhrif fyrir ungt fólk hér á landi m.a. með lækkun skólagjalda innan Bretlands. „Átta menn sig á því að með upptöku evru minnkar stórkostlega gengisáhætta fyrir íslenska námsmenn.“