Jóhanna Vigdís Arnardóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri í menntamálum. Jóhanna Vigdís hefur starfað sem leikkona og söngkona í fjölda ára og verið fastráðin leikkona við Borgarleikhúsið frá árinu 2000. Hún hefur komið fram á ýmsum tónleikum og sungið inn á fjölda geisladiska.

Jóhanna Vigdís er útskrifuð leikkona frá Leiklistarskóla Íslands og hefur lokið MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur einnig lokið burtfararprófi í söng og píanóleik frá Tónlistarskóla Garðabæjar auk þess sem hún hefur BA gráðu í frönsku frá Háskóla Íslands.