Breytingar urðu á stjórn Samtaka Samtaka íslenskra líftæknifyrirtækja, SÍL, á síðasta aðalfundi. Þá gekk Jóhannes Gíslason framkvæmdastjór Genís í stjórnina í stað Snorra Þórissonar, framkvæmdastjóra Rannsóknarþjónustunnar Sýnis, sem hefur setið í stjórn frá upphafi. Einar Mäntylä hjá ORF Líftækni var endurkjörinn formaður en Jakob K. Kristjánsson, framkvæmdastjóri Prókatín situr áfram í stjórn.

Á fundinum var um LinkedIn netsamfélag viðskipta, sem byggir á faglegu og viðskiptalegu tengslaneti og getur nýst fyrirtækjum í markaðssetningu. Einnig var fjallað um stöðu og horfur greinarinnar við breyttar aðstæður. Framundan eru erfiðar áskoranir en tækifæri felast einnig í stöðunni.