Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna tilkynnir um það á facebook síðu sinni að hann muni ekki sækjast eftir áframhaldandi formennsku í samtökunum.

Birtir hann færslu þess efnis í kjölfarið á því að Neytendasamtökin auglýsa eftir framboðum til formanns og 12 stjórnarmanna fyrir næsta kjörtímabil sem er frá 2016 til 2018 en kosið verður formann og í stjórn á þingi samtakanna sem fram fer í október.

„Ég hef verið formaður samtakanna lengi og tel tíma til kominn að annar taki við keflinu. Það hefur verið mér mikil ánægja og um leið heiður að hafa átt kost á því að leiða starf Neytendasamtakanna. Ég vil jafnframt nota tækifærið og þakka þeim stjórnarmönnum sem hafa verið með mér í stjórn í gegnum tíðina ánægjulegt samstarf. Jafnframt vil ég þakka þeim sem starfað hafa með mér á skrifstofu samtakanna fyrir gott starf í þágu samtakanna og ánægjulegt samstarf,“ segir Jóhannes meðal annars í færslu sinni.