„Ég hef fullan kraft í allt,“ segir Jóhannes Jónsson aðspurður um hversu veigamikið hlutverk hans verður í rekstri nýrrar Iceland-verslunar í Engihjalla. Að undanförnu hefur sést til hans aka um á sendibifreið merktri Iceland Foods.

„Ég er í útréttingum eins og gengur og gerist og get tekið eitthvað með mér ef á þarf að halda,“ segir Jóhannes.

Fyrsta matvöruverslun Iceland opnar í Engihjallanum í Kópavogi í næstu viku. Þar var áður verslun 10-11. Stefnt er að því að verslanirnar verði þrjár. Samhliða þessu opnar Jóhannes netverslun sama dag. Malcolm Walker, forstjóri Iceland Foods og gamall viðskiptafélagi Jóhannesar, kemur að opnun verslunarinnar hér.

„Hún er með 250 þúsund útsölustaði á Íslandi, allt staðar þar sem eru tölvur,“ segir Jóhannes.

Nánar er fjallað um Jóhannes og nýju matvöruverslunina í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Á meðal efnis í Viðskiptablaðinu er:

  • Skatturinn og sjómenn í útlöndum
  • Hagkerfi Norðurlands í blóm
  • Kaup LV á hlut í Eimskipafélaginu
  • Afkoma tryggingafélaganna
  • SpKef kaffærði ríkisreksturinn
  • Fjárhagsleg endurskipulagning Árvakurs
  • Gítarleikarinn sem stýrir N1
  • Golf er meira en göngutúr
  • Ingibjörg Guðmundsdóttir í Skemmtigarðinum í ítarlegu viðtali
  • Tölvur og tæknisíða
  • Óðinn veltir rýnir í kreppulok Gylfa Zoega
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað ásamt Tý sem skrifar um landflótta athafnamanna
  • Myndasíður, umræður, aðsendar greinar og margt, margt fleira...