Jóhannes Pálsson Framkvæmdastjóri markaðs- og sölumála – Viðskiptaþróun lætur af störfum hjá Síldarvinnslunni hf. 1. ágúst n.k.

Vefsíða Síldarvinnslunnar hf. greinir frá þessu.

Jóhannes hefur verið ráðinn til starfa hjá Aker Seafoods ASA í Osló Noregi sem framkvæmdastjóri framleiðslu fyrirtækisins með starfsstöðvar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Frakklandi.

Jóhannes, sem er 49 ára er menntaður véla- og rekstrarverkfræðingur, var ráðinn til starfa hjá Síldarvinnslunni hf. 23. mars 2001 og tók þá við starfi framkvæmdastjóra landvinnslu.

Árið 2006 tók hann einnig við starfi framkvæmdastjóra SR-Mjöls hf., sem er dótturfyrirtæki Síldarvinnslunnar hf. og sér um sölu á mjöli og lýsi.  Síðasta árið hefur hann gegnt störfum sem framkvæmdastjóri markaðs- og sölumála – Viðskiptaþróun.