*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 13. apríl 2021 18:55

Jóhannes stofnar Félag uppljóstrara

Jóhannes Stefánsson, fyrrum framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, hefur stofnað félagasamtökin Félag uppljóstra.

Ritstjórn
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
RÚV

Jóhannes Stefánsson, fyrrum framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, hefur stofnað félagasamtökin Félag uppljóstra að því er fram kemur á vef fyrirtækjaskrár.

Jóhannes, ljóstraði árið 2019 upp um meintar mútugreiðslur og skattsvik Samherja vegna starfsemi félagsins í Namibíu og Angóla. Síðan þá hafa yfirvöld í nokkrum ríkjum verið með mál félagsins til rannsóknar, nú síðast hófst rannsókn í Færeyjum. 

Fyrir ríflega mánuði var sett upp GoFundMe síða fyrir Jóhannes þar sem fram kom að íslenska lækna gruni að eitrað hafi verið fyrir Jóhannesi en íslenskt heilbrigðiskerfi búi ekki yfir þeim aðbúnaði sem þurfi til að lækna hann. Markmiðið er að safna 75 þúsund evrum um 11 milljónum íslenskra króna en nú hafa safnast ríflega 4.200 evrur um 645 þúsund krónur. Að söfnuninni standa Alþjóðasamtök uppljóstrara.

Sjá einnig: Safnar 11 milljónum vegna eitrunar

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, tilkynnti í kjölfarið að hann hefði kært Jóhannes fyrir rangrar sakargiftir „vegna fullyrðinga Jóhannesar um tilraun til manndráps og frelsissviptingar,“ eins og það var orðað á vef Samherja.