Bónus hefur lengi verið í fararbroddi lággjaldaversluna en verslunin hefur í matvöruverðskönnunum ASÍ oftast verið ódýr í gegnum tíðina. Nú hefur Jóhannes, sem flestir kenna við Bónus, hins vegar haft efsta sæti nýjust verðkönnunarinnar af frumburðinum. Eins og greint var frá í fréttum í gær var Iceland oftast með lægsta verðið í nýjustu verðkönnun ASÍ.

Í viðtali við Fréttablaðið í dag segir Jóhannes verðstríð standa á lágvöruverðsmarkaði alla daga. Hann segir það þó fljótt að étast upp þegar keðja hafi þrjátíu búðir og því þurfi meira til.

„Ég sé ekki betur, eins og móttökurnar hafa verið, en að það sé réttlætanlegt að þenja sig út,“ segir Jóhannes.