*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 8. mars 2017 17:43

Jóhannes Þór í ráðgjöf

Jóhannes Þór Skúlason, fyrrum aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, tekur þátt í stofnun ráðgjafafyrirtækis.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Jóhannes Þór Skúlason, sem var aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra hefur ákveðið að stofna eigið ráðgjafafyrirtæki. Tilkynnti hann um stofnun fyrirtækisins Orðspor á facebook, sem hann segist stofna með góðu fólki.

Jóhannes hafði ekki tekið þátt í stjórnmálum áður en hann hóf störf fyrir Sigmund Davíð, fyrir utan að hafa tekið þátt í starfi InDefence hópsins frá október 2008 til febrúar 2011.

Jóhannes Þór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1993 og B.A prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1999. Hann lauk námi í kennslufræði til kennsluréttinda frá sama skóla árið 2000.

Jóhannes Þór starfaði sem grunnskólakennari við Seljaskóla í Reykjavík frá 2000 til 2011. Hann starfaði hjá Alþingi sem aðstoðarmaður formanns Framsóknarflokksins frá febrúar 2011 til apríl 2013. Jóhannes Þór gegndi stöðu aðstoðarmanns forsætisráðherra frá maí 2013 til apríl 2016.

Tilkynning hans á Facebook hljóðar svo:

„Ágætu fésbókarvinir, ég er um þessar mundir að henda mér út í djúpu laugina og stofna ráðgjafafyrirtækið Orðspor ásamt góðu fólki. Það mun eins og nafnið gefur til kynna veita ráð um ýmsa hluti, t.d. almannatengsl, fjölmiðlasamskipti, viðburðastjórn og fleira. Það væri gaman ef þið smelltuð uppþumli á síðuna okkar, svoleiðis smáræði hlýjar manni um hjartað þegar ábyrgð og áhyggjur sjálfstæða atvinnurekandans hellast yfir mann.  Nú svo er um að gera að hringja eða smella pósti á johannes@ordspor.is ef á þarf að halda.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is